Endalaust með blöðruvandamál?

Spurning:
Góðan dag.
Ég er alltaf með blöðruvandamál. Einkenni eru þau að mér finnst ég þurfa að pissa en svo kemur bara lítið og heilmikill verkur á eftir. Fyrst hélt ég að þetta væri sýking og lét setja í ræktun oftar en einu sinni en fékk alltaf neikvætt. Ég drekk mikið af vatni, tek C-vítamín og drekk eplaedik til að sýra þvagið. Það hjálpar aðeins en samt er ég alltaf með óþægindi. Þetta kemur oft morguninn eftir að ég hef haft samfarir (er í sambúð), en samt ekki alltaf. Ég finn þetta mikið ef ég er t.d. í líkamsrækt og er farið að vanta vatn þá kemur þessi tilfinning. Er farin að þekkja þessa tilfinningu mjög vel, hvað get ég gert? Ég hef farið til læknis og fengið sýklalyf þegar ég var sem verst, það slær nú alltaf á en þetta kemur aftur og aftur. Getur þú sérfræðingur góður frætt mig hvað ég get gert? Ég er rúmlega þrítug og hugsa til þess með hryllingi þegar ég eldist að vera alltaf með svona vandamál. Með von um fá ráðleggingar.

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi.

Þetta er þekkt fyrirbæri en oft með fleiri en eina skýringu. Einfaldast væri hjá þér að hafa samband við þvagfærasjúkdómalækni m.t.t. blöðruspeglunar og e.v.t. meðferðar.
Bati er innan seilingar.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr med.