Er hætta á að 8 vikna fái flensu?

Spurning:
Kæru læknar á doktor.is.
Þannig er mál með vexti að ég á 8 vikna gamlan son og er með hann eingöngu á brjósti. Pabbi hans er að vinna með sjúklingum og nú er svo komið að flestir sjúklingarnir og meirihluti starfsfólksins eru að leggjast í flensu með 40 stiga hita og allt. Eru miklar líkur á að sonur minn smitist? Og ef svo er, er það ekki hættulegt fyrir svona lítið barn?
Með fyrirfram þökk, nýbökuð móðir

Svar:
Það er fremur sjaldgæft að svo ung börn smitist af flensu, sérstaklega þegar þau eru eingöngu á brjósti, en það er vitaskuld mögulegt. Mesta hættan er ef pabbi hans fær pestina, eða að gestir beri hana inn á heimilið, en minni hætta ef þú færð hana því þá fær barnið mótefnin gegn um mjólkina. Fái drengurinn hins vegar háan hita þarf hann að drekka mikið og er sjálfsagt að láta lækni líta á hann.Besta forvörnin er góður handþvottur mörgum sinnum á dag og sérstaklega áður en átt er við barnið.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir