Erfitt að byrja í líkamsrækt

Spurning:

Ég er 27 ára, tveggja barna móðir sem er búin að vera að hugsa um að fara í líkamsrækt í rúm 2 ár en ég kem mér ekki af stað. Ég var í mjög góðu formi fyrir 3 árum þegar ég var búin að eiga yngri dóttur mína. Var með hana ábrjósti, gekk mikið úti með barnavagninn og einnig var ég í eróbik. Var semsagt í mjög góðu formi.

Núna er ég allavega 7-8 kg þyngri, slöpp og kem mér ekki af stað. Það er svolangt síðan ég var í líkamsrækt og það er svo erfitt að labba inn og byrja.

Einnig langar mig að segja frá því að þegar ég ætla að hugsa vel um það sem ég set ofan í mig þá virkar það alveg öfugt, ég borða óhollari fæðu og meira magn. Hvað á ég að gera?

Kveðja.

Svar:

Það er svo margt spennandi og skemmtilegt í boði á líkamsræktarstöðvum í dag að það ætti að hvetja marga að drífa sig af stað. Ég hvet þig til að hringja og panta þér tíma hjá ráðgjafa og fá hjálp til að byrja.

Ef þú ert í vandræðum með að halda þig við efnið í fæðuvali þá gæti verið gott ráð að gera nákvæma mataráætlun sem þú getur haldið þig við frá degi til dags. Það gæti virkað betur fyrir þig að hafa fasta áætlun til að fara eftir fyrst þér finnst allt fara úr böndunum þegar þú ætlar að taka þig á.

Kveðja,
Ágústa Johnson, líkamsræktarþjálfari