Fitusog (liposuction)?

Spurning:
Halló.
Ég hef hér nokkrar spurningar varðandi liposuction. Ég hef tekið eftir því að boðið er upp á erlendis (t.d. í USA) ,,liposuction" meðferðir á ýmsa hluta líkamans. Varðandi það hef ég eftirfarandi spurningar: 
1. Er hægt að fara í liposcution (maga) hér á Íslandi?
2. Ef svo, þá hvað kostar slík meðferð?
3. Hvað þarf að bíða lengi eftir að komast í meðferð?
4. Hvað tekur slík meðferð langan tíma?
Ef ekki, eða einhverjum erfiðleikum bundið: 1. Veit einhver um góðan stað erlendis sem er hægt að fara í liposuction á maga og höku? 2. Ef svo, einhvern góðan stað sem er frekar ódýr. 3. Er einhver sem hefur sambönd við svona þjónustu úti? Ég á þá við að fara í mælingu og myndatöku hér heima á Íslandi og síðan erlendis í aðgerðina sjálfa með öll skjöl og myndir með sér, tilbúinn beint í aðgerð. Allar upplýsingar um þetta væru rosalega vel þegnar!
Með fyrirfram þökkum.

Svar:
Sæll X.
Liposuction er bæði hægt að gera og er oft gerð hér á landi. Sjálfur er ég nýkominn frá New York þar sem ég lærði og starfaði í 17 ár. Það er mjög einstaklingsbundið hverjir eru góðir kandidatar til að fara í liposuction og hverjir ekki og það verður ekki dæmt nema að fá að sjá viðkomandi og meta það á stofu. Það er mjög mismunandi hvað viðfangið er stórt hvað mikið er tekið og getur því kostnaður verið mismunandi frá um 100.000-250.000, sem er mun ódýrara en erlendis. Láttu sjá þig ef þú hefur áhuga að fræðast meira.

Kær kveðja.
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir