Fólínsýra – hygg á barneignir

Spurning:
Halló, ég hygg á barneignir og tek inn fjölvítamín og járn daglega. Það er mælt með að taka inn fólínsýru fyrir og á meðgöngu, en í fjölvítamíninu eru (held ég) 0,4 mg af fólinsýru. Er það nóg? Eða þarf ég meira? Kveðja, K

Svar:
Mikið er nú gott þegar fólk er svona meðvitað um heilbrigða lífshætti þegar það undirbýr barneignir. Haltu endilega áfram að taka inn fjölvítamínið og þar eru 0,4 mg af fólínsýru talin nægileg. Hins vegar þarft þú ekki, ef þú ert ekki nú þegar haldin járnskorti, að taka inn járn fyrr en blóðmælingar sýna að þú þurfir þess með. Það er yfirleitt ekki fyrr en líður aðeins á meðgönguna.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir