Laga húðslit eftir æfingar?

Spurning:
Ég var að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að laga húðslit eftir lyftingar eða ekki??? Ég er búinn að lesa svör við nokkrum fyrirspurnum í sambandi við húðslit og mér finnst þau svo óljós. Gætuð þið vinsamlegast sagt mér hvort það sé hægt að laga þau þannig að þau hverfi alveg?? Hvernig er það þá gert? Hvað kostar slíkt? Ég er með nokkur slit í sitthvorum handakrikanum og á brjóstvöðvunum. Ef það er ekki hægt að laga þau alveg hvað er þá hægt að gera?? Með fyrirfram þökk, herra slit.

Svar:
Komdu sæll.  Þakka þér fyrirspurnina.

 

 

 

Húðslit er örvefur sem þú getur aldrei losnað við.  Húðin hefur hreinlega rifnað niður

 

í undirlög húðarinnar – leðurhúðina.  Venjulega eru örin – slitin – rauðleit á litinn í byrjun,

 

en smám saman á næstu 1-2 árum þá hvítna þau og verða þá minna áberandi nema etv.

 

í návígi.

 

 

 

Laser-lækning ehf. í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík býður upp á meðferð

 

með ljós-geisla tækni sem flýtir þessu ferli við að eyða rauðum lit öra/húðslita og

 

gera þau minna áberandi. Auk þess sem örin ná að draga sig saman að einhverju leyti

 

og fá holdfyllingu þannig að þau verða sléttari miðað við húðina í kring.  Örvefurinn hverfur

ekki en fær betra útlit.

 

 

 

Ég vil benda á pistil minn á Doktor.is (júlí, 2001) og heimasíðu fyrirtækisins þar sem

nálgast má frekari upplýsingar um  meðferð auk þess sem þar er að finna myndir fyrir

og eftir meðferð.  Veffangið er: www.laserlaekning.is

 

 

 

Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.