Má taka öll þessi lyf saman?

Spurning:

Góðan
daginn.

Vinkona
mína vinnur sem stuðningsmaður fyrir stúlku á þrítugsaldri, sem er
blind, en sér þó eitthvað. Hún hefur átt við geðræn
vandamál að stríða vegna ýmislegs í bernsku sinni. Ég hef hitt hana einu sinni.

Við
höfum áhuga að fá upplýsingar um lyf sem þessi stúlka tekur,
því hún tekur inn svo mörg
sterk lyf. Vinkona mín segir að stúlkan fari mjög sjáldan til læknis,
en hringi í hann í staðinn. Hún er oft mjög syfjuð og getur varla
setið, t.d. þegar hún er í kirkju. Þetta eru lyfin sem hún tekur inn:

Imigran
100 mg þegar hún er með höfuðverk
Nobligan
50 mg x 3 yfir daginn
Artane
5 mg á morgnana
Rivotril
0.5 mg x 2-3 yfir daginn
Librium
25 mg x 3 yfir daginn
Seroxat
20 mg
Atarax
25 mg x 2 yfir daginn

Melleril
300 mg áður en hún fer að hátta
Nozinan
200 mg áður en hún fer að hátta
Truxal
50 mg x 3 áður en hún fer að hátta

Mogadon
5 mg x 2 áður en hún fer að hátta

Cisordinol
Depot 200 mg á hverjum 2 vikum og lyf sem hljómar eins og Penigan,
25 mg x 4, áður en hún fer að hátta.

Er
óhætt fyrir hana að taka inn svo mörg sterk lyf? Er eitthvað sem vinkona
mín getur gert sem stuðningsmaður?

Kveðja,

Svar:

Manni bregður alltaf aðeins við þegar maður sér svona lyfjakúr. Ég
leit í gegnum þetta og kem með nokkrar athugasemdir. Það er alls
ekki ekki tæmandi því það er mikil vinna að fara í gegnum svona
lyfjasúpu og koma með ,,tæmandi” svar.

Hér koma mínar
athugasemdir:
Nozinan
(methotrimeprazine), Phenergan, Melleril (thioridazine) og Nobligan
(tramadol) geta aukið hættu á verkjaköstum/flogum séu þau tekin
saman. Geta bælt miðtaugakerfi og/eða öndunarfæri ef tekin saman.
Seroxat (paroxetín)
og Imigran (sumatyptan) geta haft sjaldgæf tilfelli af slappleika,
aukin viðbrögð (hyperreflexia) og hreyfivandræði (incoordination)
í för með sér.
Seroxat (paroxetín)
og Nobligan (tramadol). Ef þessi tvö lyf eru tekin saman getur það
aukið hættu á svokölluðu serótónínsyndrómi. Það er sjaldgæft
en alvarlegt og ef það kemur upp þarf tafarlausa læknismeðferð.
Þarna hef ég aðeins
skoðað að hluta alvarlegasta flokk milliverkana en það er fullt
af öðrum léttvægari. Þar sem ég veit ekkert um stúlkuna og sjúkdómsgreiningar
hennar, ráðlegg ég að læknir og lyfjafræðingur fari saman yfir
lyfjagjöf hennar og taki
út óþörf lyf eða reyni að gera lyfjakúrinn markvissari.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur