Magaverkir

Fyrir svona hálfu ári byrjaði ég að fá vonda magaverki/krampa eftir að ég borðaði. Núna seinasta mánuðinn hefur það versnað og gerist nánast eftir hverja einustu máltíð. Þá er óþægilegt að standa upprétt og ég þarf helst að leggjast. Einnig aukinn vindgangur. Hægðir eru einnig skrýtnari og mjög misjafnar og ég þarf oftar að fara á klósettið. Ég hef reynt að tengja þetta eitthvað við ristilkrampa en er samt alls ekki viss um það.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég mæli með því að þú pantir þér tíma hjá meltingarsérfræðingi og fáir skoðun og mat á þessu vandamáli.

Gangi þér vel