Samskipti við fyrrverandi?

Spurning:
Sæl Guðríður Adda.Ég á tvær dætur á leikskólaaldri og þær áhyggjur sem ég hef af þeim tengist umgengnisrétti við föður þeirra sem ég skildi við fyrir u.þ.b. ári síðan. Mig langaði að fá álit þitt á því sem þar er í gangi. Ég er sjálf skilnaðarban en var nokkuð eldri heldur en dætur mínar þegar foreldrar mínir skildu eða 11 ára og tel mig þess vegna nokkuð vita hvað er best fyrir þær í þeim efnum. Ég man vel eftir því að koma föður míns á mitt heimili t.d. í afmæli og á jólum olli mér mikilli hugaróró því ég ímyndaði mér að hann væri nú kominn og allt væri aftur gott en svo fór hann aftur og vonbrigðin voru alltaf mikil þó svo að innst inni hafi ég alltaf vitað hvernig færi. Hann bauð mér aldrei á sitt heimili og þess vegna sá ég aldrei að hann ætti annað líf annarsstaðar með annarri fjölskyldu þó svo að ég vissi af því.Þannig er að ég vinn 50% vinnu á óreglulegum vöktum og þá sér fyrrverandi eiginmaður minn um dætur okkar, sækir þær á leikskólann og fer með þær heim til okkar þ.e. í íbúðina sem hann bjó í með okkur og gistir þar þegar ég er að vinna. Ég er á móti þessu fyrirkomulagi því mér finnst að stelpunar geri sér þær vonir að allt verði sem áður einmitt eins og ég gerði, sérstaklega sé ég það hjá þeirri eldri. Einnig finnst mér þetta trufla mitt einkalíf en hef nú samt meiri áhyggjur af þeim eða því að þetta valdi róti á lífi þeirra. Því loksins þegar þær eru búnar að venjast því að vera einar með mér þá kemur pabbi inn á okkar heimili (og ég hverf). Það sem ég vil er að hann taki þær inná sitt heimili aðra hverja helgi en honum finnst mitt húsnæði betra og segir sitt húsnæði ekki börnum bjóðandi. Einnig segir hann að vinur sinn hafi þetta fyrirkomulag og það hafi reynst vel og hafi góð áhrif á börnin að þurfa ekki að skipta um umhverfi. Hef ég verið að reyna að fá hann til að fá sér sæmandi húsnæði en held jafnvel að hann noti þetta sem átyllu til þess að vera með þær á mínu heimili sem ég tek svo við á hvolfi eftir erfiðar vaktir.  Geturðu sagt mér, hef ég óþarfa áhyggjur? Geturður ráðlagt mér eitthvað í þessum efnum?Með fyrirfram þökk,áhyggjufull móðir
Svar:
Góðan dag.Svar við bréfi áhyggjufullrar móður.Ef þessi háttur sem þú lýsir á verkaskiptingu þinni og fyrrverandi eiginmanns þíns við umönnun barna ykkarhentar þér ekki, er það þá eitt og sér ekki fullgild og næg ástæða þess að þú breytir fyrirkomulaginu?Það er spurning hvort þú eigir og þurfir að tína til endalaus rök og útskýringar á því að þú viljir hafa samvinnu ykkar með öðrum hætti en nú er.Þú veist einnig hvernig þú vilt hafa fyrirkomulagið -að hann taki stelpurnar til sín þegar hann er með þær.Hitt er annað, að það mun að öllum líkindum reynast þér erfiðara að fá fyrrverandi eiginmann þinn til að samþykkja að þið gerið þetta öðru vísi en nú er, fyrst það var ekki gert strax. Þetta fyrirkomulag er komið svona í gang og honum virðist líka það vel.  Þú þarft að kynna þetta fyrir honum og tilgreina einhvern tíma þegar breytingin tekur gildi.Það reynist oft vel að miða svona breytingar við ákveðinn dag, þegar önnur meginskil eru, s.s. mánaðamót, áramót, flutning, afmæli, o.s.frv.En áður en þú ferð í gang ráðlegg ég þér að byrja á því að fá þér tíma hjá góðum félagsráðgjafa til að ræða við um praktíska hluta málsins og hvernig best er fyrir þig að standa að því.Vona að þetta gangi vel,með góðum kveðjumGuðríður Adda Ragnarsdóttir
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf
Behavior Analysis and Teaching Consultation