Svefnlyf með barn á brjósti?

Spurning:
Hef átt við svefnörðulgeika að stríða undanfarin ár og hef þurft á svefnlyfjum að halda þegar ástandið er orðið slæmt á mér.  Ég eignaðist barn fyrir 8 vikum og er með það á brjósti en ég tók að sjálfsögðu engin lyf á meðgönguni. Vökurnar eru að gera út af við mig. Ætla að tala við minn lækni en ég spyr, má taka svefnlyf? Hvaða lyf? Imovan er óhætt að taka það stöku sinnum?

Svar:
Það á við um öll þau lyf sem skráð eru sem svefnlyf hér að varað er við notkun þeirra bæði á meðgöngu og meðan barn er á brjósti. Þetta á við um Imovane líka.
Phenergan sem stundum er notað sem svefnlyf er þó talið óhætt að nota.  
 
 Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur