Vond lykt frá kynfærasvæði

Spurning:


21 ára – kona

Góðan daginnn ég heiti xxxx og ég á við smá vandamál að stríða …. þannig er mál með vexti að það er mjög vond lykt sem kemur af þvagfærasvæðinu og það skiptir engu máli hvað ég þvæ mér oft hún kemur alltaf aftur en ég þvæ mér bara með vatni því mér var sagt að það mætti ekki nota sápu á þetta svæði. Það er samt ekkert vont að pissa eða hafa samfarir þetta er bara mjög vond lykt sem er að pirra mig en engin sársauki vinsamlega sendið til baka hvað í ósköponum þetta gæti verið

kv. xxx

Svar:


Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Ef þú ert með illa lyktandi útferð kallar það alltaf á læknisskoðun. Þetta gæti verið sýking sem þyrfti að meðhöndla.
Ef það er vond lykt af þvagi þá gæti það bent til þvagfærasýkingar og til að kanna það er þvagprufu skilað. Þvagfærasýkingu þarf að meðhöndla með sýklalyfjum.
Þú skalt panta tíma hjá kvensjúkdómalæknir sem fyrst.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur