Á breytingarskeið 30-32 ára?

Spurning:
Mig langar að vita hvort að algengt sé að konur fari á breytingaskeið (blæðingar hætti) 30-32 ára gamlar ? Ég hef verið með mjög svo óreglulegar blæðingar í ca 18 mánuði og hef farið í e-h konar hormónamælingar sem sýna það að stýrihormón frá heiladingli sé orðið svo hátt að líklega sé ég að fara að hætta á blæðingum. Ég er ekki alveg sátt við þetta og langar til að vita hvort að þetta sé algent og hvort sé hægt að gera e-h í svona tilfellum til að koma þessu aftur í rétt horf.

Svar:
Slíkt er ekki algengt en þekkist, sé svo er mikilvægt að staðfesta það og að þú/þið ákveðið fljótt hver ykkar stefan er í barnseignarmálum, því þá eruð þið að verða sein að ákveða ykkur.

Með kveðju og ósk um a þetta sé bara tímabundið.

Arnar Hauksson, dr med