Á í vandræðum með að fá fullnægingu?

Spurning:

Ég er 19 ára stelpa sem á í vandræðum með að fá fullnægingar, ég fæ þær ekki
einu sinni með sjálfri mér. Ég á ekki í vandræðum með löngunina eða að
blotna. Ég get stundum verið orðin alveg sjóðandi en svo allt í einu dettur
það bara niður og ég er aftur komin á byrjunarreit. Vonandi getið þið sagt
eitthvað sagt mér.

 

Svar:

Ég hef nokkrum sinnum áður fjallað um þetta vandamál. Það geta legið nokkrar
ástæður að baki því að konur fái ekki fullnægingu, t.d. of lítil eða of
skammvinn erting og örvun, hennar eigin streita eða mannsins ofl. Þú segist
heldur ekki fá fullnægingu ein með sjálfri þér, svo líklegast er að um sé að
ræða þína eigin streitu. Þú einfaldlega hleypir þér ekki nægilega langt.
Getur verið að þú sért of hrædd við að sleppa stjórnun á eigin lífi, hegðun
eða líðan? Þú segir að þú getir orðið mjög æst og haft mikla löngun, en allt
í einu detti allt niður á byrjunarreit. Það bendir til þess að þú sjálf
heftir þig þegar kemur að ákveðnum punkti í kynlífinu. Ég ráðlegg þér að
leita til fagmanns, sem kann fyrir sér í kynlífsmeðferð. Yfirleitt er ekki
mikið mál að laga þetta, en það þarf utanaðkomandi fagaðila til.

Gangi þér vel,
Sigtryggur.