Að ganga úr skugga um að vera ekki með neinn kynsjúkdóm

Góðan daginn, var að kynnast konu. Vill að það sé hreinu að ég sé ekki með neinn kynsjúkdóm, án þess að nein ástæðu sé til að ætla það. Hvernig sný ég mér í því að fá slíka skoðun?

kveðja

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú snýrð þér á húð-og kynsjúkdómadeild Landspítalans en þar eru gerð próf fyrir kynsjúkdómum.

Með kveðju,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur