Börn innan við 2, ára

er í lagi að ungabörn séu úti í vagni ,í þessum kulda, tvo og hálfan tíma í senn

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ekki er mælt með að ungabörn sofi úti í vagni í frosti en oftast er miðað við að setja börn ekki út ef hitastig fer undir 0°C til -2°C. Þá þarf einnig að huga að vindstigi þar sem vindur eykur áhrif kuldans. Aldur barns, þyngd og ástand þess skiptir líka mál, því yngra og léttara sem barnið er því viðkvæmara er það fyrir kulda og ef barn er veikt eða að jafna sig eftir veikindi getur því slegið niður við það að sofa úti í miklum kulda. Ekki er endilega nóg að klæða barnið vel þar sem það krefst mikillar orku fyrir það að hita það loft sem það andar að sér. Þá má aldrei loka fyrir vagnopið með teppi eða öðru slíku þar sem það skerðir verulega súrefnisflæðið ofan í vagninn sem getur beinlínis verið hættulegt.

Vona að þetta svari spurningunni þinni.

Kveðja,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur