Að vanta salt í blóði hvað þýðir það?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Efnaskipti líkamans er flókið fyrirbæri sem stjórnast meðal annars af efnum sem í daglegu tali eru kölluð sölt. Þar er aðallega um að ræða natríum og kalíum. Ef söltin eru ekki í réttu hlutfalli, annað hvort og mikið eða of lítið af þeim getur það haft áhrif á þessa efnaskiptin.
Dæmi um þá sem þurfa að gæta sérstaklega að saltbúskapnum sínum eru þeir sem eru með mikil uppköst eða niðurgang eða á vatnslosandi lyfjum (bjúgtöflum t.d.).
Ef þú ert með of lítið af söltum þarf að bæta þér það upp og það er gert undir eftirliti læknis.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur