Af hverju fara reykingar og pillan ekki vel saman?

Spurning:

Sæll.

Ég er nýbyrjuð á pillunni, tegundin er Meloden. Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju því er haldið fram að reykingar og pillan fara ekki vel saman? Getur þú svarað því? Verða þá einhverjar alvarlegar aukaverkanir eða hættir pillan þá að verka?

Með þökkum.

Svar:

Sæl.

Það er nú aðallega hætta varðandi aukaverkanir. Aukaverkanir af „pillunni” geta verið alvarlegar en sem betur fer eru þær sjaldgæfar. Reykingar virðast t.d. auka hættu á aukaverkuninni: Segastífla í slagæðum (t.d. slag eða kransæðastífla). Þarna spilar aldur líka inní sem áhættuþáttur, því er konum eldri en 35 ára sem nota getnaðarvarnartöflur eindregið ráðlagt frá því að reykja.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur