Af hverju læt ég svona?

Spurning:
Blessuð og sæl,
Ég er að velta einu fyrir mér: ég hef verið með mörgum konum en um leið og ég fæ viðurkenningu frá þeim þá er ég byrjaður að leita að nýrri. Þó ég sé að bara að labba með konu upp á arminn eða er að dansa við einhverja er ég um leið að skoða og leita að einhverri aðeins fallegri og flottari. Af hverju læt ég svona?

 

Svar:
Þessu er auðsvarað. Það er deginum ljósara að þú hefur mikla þörf fyrir aðdáun og viðurkenningu, svo mikla að hún tekur aldrei endi. Hvort það endurspegli litla sjálfsvirðingu veit ég ekki en það væri fróðlegt fyrir þig og kannski hjálplegt að vita af hvaða rótum þessi sterka aðdáunarþörf sprettur.