Spurning:
Afhverju gengur fólk í svefni með augun starandi opin?
Svar:
Svefnganga er vissulega óvenjulegt ástand, sem á margan hátt líkist dáleiðsluástandi. Það er staðreynd að þó svo meðvitund manna sem ganga í svefni sé ekki tengd, ef svo má segja, virðast skynfærin og úrvinnsla þeirra skynboða sem frá þeim berast, virka eðlilega. Það væri raunar verulega hættulegt ef fólk gengi í svefni með lokuð augu og myndi leiða til slysa að öllum líkindum. Vitað er að þegar við sofum er heyrnin og úrvinnsla heyrnarboðanna í fullum gangi og í raun gildir hið sama um sjónina, þ.e. ef svefninn léttist það mikið að augun opnast en viðkomandi vaknar ekki. Eins og áður sagði gerist þetta einungis í djúpum svefni.
Kveðja,
Júlíus K. Björnsson, sálfræðingur