Spurning:
25 ára – kona
Komdu sæll/sæl
Mig langar svo að fá svar við einu og það er að ég fékk mér koparlykkjuna fyrir 2 mánuðum. Núna hef ég grun um þungun þar sem annsi mörg einkenni er til staðar. En eitt er að vefjast fyrir mér og það er hvort það séu einhver efni sem lykkjan gefur frá sér sem gæti hugsanlega truflað niðurstöður prófsins.
Kveðja
:Þ
Svar:
Sæl og blessuð.
Koparlykkjan hefur engin hormónaáhrif og á því ekki að trufla niðurstöður þungunarprófa.
Ef þú hefur grun um að þú sért þunguð skaltu leita til heimilislæknis eða ljósmóður á heilsugæslustöðinni þinni og fá ráðleggingar.
Kær kveðja og gangi þér vel.
Þórgunnur Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir