Aldurstakmörk í ófrjósemisaðgerð?

Spurning:

Sæll.

Hvað þarf maður að vera gamall til að fara í ófrjósemisaðgerð?

Svar:

Sæl.

Lögin kveða á um að þú þurfir að vera 25 ára og sjálfráða og upplýst um afleiðingar þessa. Þá dugir bara að skrifa undir umsókn þar að lútandi. Þó er rétt að íhuga aðra valmöguleika sértu í minnsta vafa.

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr. med.