alltaf kalt

ég skelf alveg inn í mér , af kulda , hendur og fætur mjög kaldar viðkomu , allir ofnar á fullu , er frekar vel klædd … er þetta vitaminskortur eða eitthvað annað

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Stanslaus kuldi getur verið vísbending um heilsufarsleg vandamál. Þeir sjúkdómar sem hafa áhrif á blóðflæði er t.d. sykursýki, blóðleysi (járnleysi), skjaldkirtilsvandamál og streita. Eins getur almennt hreyfingaleysi og líferni haft áhrif, en í líkama sem fær litla sem enga hreyfingu er enginn bruni í gangi og þ.a.l. bregst hann verr við hitabreytingum.

Ég hvet þig eindregið til að ræða við heimilislækni ef þetta er og verður viðvarandi vandamál hjá þér.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur