Alltaf með slen

Góðan dag.
Já fæ alltaf slen eftir að ég kemst á fætur, t.d er kl núna að verða 3 að degi og það hefur ekkert jafnað sig.
Hvað getur ofsakað þetta?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

það er ótalmargt sem getur orsakað orkuleysi og tilfinningu um slen og geta ástæðurnar verið líkamlegar, andlegar eða blanda beggja. Ég ráðlegg þér að heyra í lækni og fá aðstoð við að finna út hvað veldur svo þú getir náð betri tökum á þessari líðan.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur