Að hafa lágan blóðsykur

Spurning:

53 ára – Karl

Mig langar að vita ef blóðsykur mælist 2,5 er ráðlegt að leita læknis og af hverju.

 

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Nú þekki ég ekki forsögu málsins þ.e. er um eina staka mælingu að ræða, var mæling gerð að morgni eða kvöldi, hve langt var síðan fæðuinntaka átti sér stað? Allt þetta allt skiptir miklu máli. Ein stök mæling segir kannski ekki svo mikið. Til greiningar á sjúkdómum er stuðst við fastandi blóðsykursmælingu.
Þegar einstaklingar hafa lágan blóðsykur þá koma gjarnan fram einkenni á borð við þreytu og máttleysi. Það sem er mikilvægast að gera til að fyrirbyggja að blóðsykurinn verði of lágur er að borða reglubundið yfir daginn, þriggja til fjögurra tíma fresti.

Það er fjöldinn allur af greinum um þetta efni á Doktor.is og nefni ég eina ágætis grein sem ber yfirskriftina "staðreyndir um blóðsykur" – notaðu leitarorðið "blóðsykur" og þá finnur þú hana ásamt fjölda annarra greina/fyrirspurna um þetta efni.

Bestu kveðjur,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is