Að viðhalda góðu ástar/sambandi?

Spurning:
Við kærasti minn höfum verið saman í eitt ár. Þetta er mjög gott samband en við höfum verið í sambúð til margra ára áður, hvort um sig. Við höfum unnið okkur úr þeim samböndum áður en við hittumst. Eins og ég segi réttast frá þá hittumst við og urðum ástfangin og karma okkar passar mjög vel og við virðum hvort annað. Áhugamál og áhersla í lífinu er áþekkt en áhugamálin mættu kannski vera stunduð meira. Við getum talað saman um líðan okkar og getum rætt málin ofan í kjölinn. Það sem mig langar að spyrja út í er sá hversdagleiki sem við virðumst vera að ganga inn í.  Hver eru einkennin þegar mesti ástarbríminn fer af  í sambandi konu og manns og hversdagsleikinn fer að kíkja í heimsókn og hvað er til ráða?

Svar:

Það er ágætt að þú skulir hafa áhyggjur af þessu. Það sýnir að þú/þið hafið áhuga á því að viðhalda góðu ástar/sambandi.  Því miður er ekki til nein ein formúla fyrir því hvernig viðhalda eigi góðu ástar/sambandi að öðru leyti en því að leggja rækt við ástina og sjálfan sig. Þess vegna bendi ég þér/ykkur á að lesa bækur Önnu Valdimarsdóttur sálfræðings, Leggðu rækt við sjálfa þig og Leggðu rækt við ástina.  Einkum þá síðarnefndu.

Gangi ykkur vel,

Kveðja,
Sigtryggur.