Asbestlungu

Góðan dag.
Mig langar til að spyrja hver séu einkenni asbestlungna, hvernig sjúkdómurinn þróist og hverjar séu batahorfur, ef einhverjar eru, eða möguleikar til að halda sjúkdómnum í skefjum.

Takk.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Asbest er  steinefni sem, ef er brotið niður, myndar fíngerðar trefjar. Þessar trefjar geta valdið örmyndun í lungum ef efninu er andað að sér. Einstaklingsbundið er hve mikið magn eða hve langan tíma þarf til þess að valda skaða.

Í bæklingi sem vinnueftirlitið gaf út kemur þetta meðal annars fram:

Sjúkdómur þessi einkennist af örvefsmyndun í lungunum vegna innöndunar asbestryks. Mönnum verður örðugt um andardrátt en það veldur aftur auknu álagi á hjartað. Asbestlungu myndast á 10-20 árum.

Slík örmyndun er óafturkræf, þe. hún læknast ekki en ýmis lyf geta mögulega verið í boði til þess að halda sjúkdómnum viðráðanlegum, allt eftir umfangi skaðans.

Bæklinginn má lesa í heild sinni HÉR

Vona að þetta svari spurningum þínum

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.