Atacand

Veldur Atacnd munnþurrki?

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Á fylgiseðli með lyfinu er hægt að lesa sér til um helstu aukaverkanir sem geta fylgt töku lyfsins Atacand. Munnþurrkur er ekki sérstaklega talinn upp þar en ýmis önnur einnkenni frá munni eru talin upp.

Ef þú ert að taka fleiri lyf geta þau einnig haft ýmsar milliverkanir.

Ef munnþurrkurinn er að valda þér verulegum óþægindum þá skaltu ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel,

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur.