Athyglisbrestur og fullorðnir?

Spurning:
Getur fullorðið fólk haft athyglisbrest og ef svo er, hvað ráðleggur þú þeim að gera?

Svar:
Jú fullorðnir geta verið með athyglisbrest eins og börn. ADHD eða athyglisbrestur og ofvirkni helst oft í hendur og byrja einkenni oftast að koma fram fyrir 7 ára aldurinn. Þó geta einkenni athyglisbrests greinst síðar en einkenni ofvirkni. Oftast minnka einkennin á fullorðinsaldri sem veldur því að fólk sem náði greiningarviðmiðum á barnsaldri ná ekki slíkum viðmiðum nú. Þó eru yfirleitt einhver einkenni eftir og spurningin er hvort þessi einkenni hamli fólki í starfi og leik. Flestir geta vel lifað með einkennum athyglisbrests en greining getur hjálpað mörgum að skilja þessi einkenni og hvaða afleiðingar þau hafa. Sigríður Benediktsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í þessum greiningum fyrir fullorðna.
Gangi þér vel.

Brynjar Emilsson
Sálfræðingur