Aukaverkanir af Cipralex

53 ára – Karl

Eru aukaverkanir af Cipralexi í samræmi við magn? Eru aukaverkanir ekki minni ef tekin eru 10 mg í stað 20mg?

Svar:

Aukaverkanir af lyfinu Cipralex eru flestar tengdar verkunarmáta þess eins og við á um önnur lyf úr þessum flokki.

Reikna má því með að aukaverkanir minnki eða hverfi séu skammtar minnkaðir þó svo að ekki sé hægt að fullyrða það.

Ég bendi hins vegar á að flestar aukaverkanir lyfsins minnka eða hverfa við áframhaldandi notkun lyfsins. Þannig eru þær yfirleitt mestar fyrstu 2 vikurnar. Þarna gæti þolinmæðin reynst besta vopnið.

Einnig má benda á í þessu sambandi að Cipralex er til í fjórum styrkleikum, 5, 10, 15 og 20 mg. Þannig er hægt að minnka skammt í 15 mg ef ómögulegt reynist að nota 20 mg vegna aukaverkana.

Þú skalt ræða þetta við lækninn þinn. Hann gæti minnkað skammtinn ef aukaverkirnar etu ill þolanlegar.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur