Aukaverkanir af Daivonex?

Spurning:
Mig langar að vita hvernig húðbólga í andliti lýsir sér sem er eitt af aukaverkunum af Daivonex psoriasislyfi. Aukaverkanir: Algengar: Væg tímabundin erting í húð. Sjaldgæfar: Húðbólga í andlitinu. Mjög sjaldgæfar: Aukið kalsíum í blóði, en það getur valdið nýrnaskemmdum.

Svar:
Fram kemur í textum um Daivonex að forðast beri að lyfið komi á húð í andliti vegna hættu á húðbólgum (dematitis).Þetta lýsir sér með útbrotum eða því að húðin verður rauð og þrútin. Þessu getur fylgt kláði og/eða hitatilfinning.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur