Fyrirspurn:
Sæl verið þið, ég er 52 ára kona og hef alltaf verið hraust, en fyrir 2 árum var ég geind með astma og hef síðan verið á Seretide 50/250 tek 1-2 púst á dag. Ég er líka með bakflæði og er á töflum við því. Er aðeins of þung 5-7–. kg. Töflurnar heita Pariet. tek eina á dag. En það er eitt sem er að angra mig ég er meira og minna alltaf með stíflað nef og kitlar í góminn og út í eyrun og ég þarf sí og æ að vera að segja að ég sé ekki kvefuð . Er ég komin með ofnæmi fyrir lyfjonum'? Ég hef reyndar verið með gróðurofnæmi í gegnum árin en ekki svona mikið , ég hætti með alla mjólkurvörur og nota Soyja í .staðinn er það ekki gott. Getið þið ráðlagt mér eitthvað ég vil helst gera eitthvað sjálf frekar en bæta við lyfjum.
kv. xxx .
p.s. Með fyrirfram þökk.
Aldur:
52
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl,
Það er þekkt aukaverkun af pariet að geta valdið nefslímubólgu. Þú ættir að ræða við þína lækna um það hvort rétt sé að prófa aðra tegund af bakflæðislyfi. Ég tel að það væri eðlilegt fyrsta skref. Ef þú lagast ekki af því þá þarf að skoða nánar hvort um ofnæmi sé að ræða eða nefslímubólgu af öðrum orsökum og reyna þá viðeigandi lyfjameðferð.
Kveðja,
Gunnlaugur Sigurjónsson, læknir