Komið þið sæl.
Undanfarið hef ég fundið fyrir einkennum sem eru ný fyrir mér. Þau lýsa sér þannig að munnvatnsframleiðsaln hjá mér hefur aukist og ég finn oft fyrir þörf til að knísta saman tönnum. Þetta er verst þegar ég ligg fyrir. Einnig er ég að finna fyrir mikilli þreytu og stundum svima og ógleði. Ég kúgast oft þegar ég er nýbúin að borða og þarf að vera yfir vaskinum oft áður en ég fer til vinnu á morgnana. Ég er að vísu með 3-4 illa brotnar tennur og er að fara í tannlækna- meðferð út af því. Tannlæknirinn minn hefur þó ekki fundið neina skýringu á þessu. Ég er búin að tala við tannlækni og lækni og er núna á penselíni og finn að ég er að lagast í munninum, leið eins og ég væri með sýkingu í munni. Er búin að fá beiðni í magaspeglun. Þrátt fyrir að vera meira en hálfnuð með Augmentin penselín er ég aftur að finna fyrir þessu vandamáli með að knísta tönnum, bíta fast saman annað slagið,þreytu í kjálkum og að vera hálf flökurt og með svima og finna fyrir mikilli þreytu. Gætuð þið bent mér á hvað gæti verið þarna að baki ? Kær kv.
Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina.
Það er erfitt að greina svona fjölþætt vandamál eins og þú ert að lýsa yfir tölvu en í þínum sporum myndi ég bíða og sjá hvort einkennin lagist ekki eftir tannlæknameðferðina, þá getur þú allavega útilokað að tennurnar séu vandamálið. Einnig myndi ég ráðleggja þér að tala við kjálkasérfræðing en vandamál í kjálka geta tengst svo mörgu s.s. gnístri tanna, vöðvabólgu, svima o.fl.
Varðandi ógleðina þá sýnist mér það vera í réttu ferli hjá meltingafæralækni og myndi ég því bíða og sjá hvað kemur út úr magaspegluninni áður en lengra er haldið.
Gangi þér vel,
Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.