B 12

Hver eru æskileg gildi B 12 í blóði?

Sæl/l og þakka þér fyrir fyrirspurnina

Ég hef ekki tölur yfir hvað telst vera ,,eðlilegt” magn B-12 vítamíns í blóðinu.  Þau viðmið sem rannsóknarstofan þar sem blóðprufan er unnin ættu að koma fram á niðurstöðublaðinu til hliðar við niðurstöðurnar.  Viðmiðin geta verið mismunandi eftir rannsóknarstofum.  Viðmiðin eru mismunandi vegna mismunar á tækjabúnaði, hvarfefna og tækni sem rannsóknarstofurnar búa yfir.

B-12-vítamín er eingöngu að finna í dýraafurðum. Grænmetisætur sem neyta enga dýraafurða þurfa því að neyta þess í formi fæðu sem hefur verið vítamínbætt eða neyta þess í fæðubótarformi. Það tekur einstaklinga allt að 20 ár að þróa hjá sér skortseinkenni vegna þess að líkaminn endurnotar það aftur og aftur. Jafnvel þegar líkaminn af einhverjum ástæðum nær ekki að endurnota vítamínið tekur allt að þrjú ár fyrir skortseinkenni að koma fram. Þrátt fyrir þetta áttu að sjálfsögðu að neyta reglubundið fæðu sem innilheldur B-12.

Þeir sem eru í mestri hættu að fá B-12 vítamínskort eru aldraðir, þeir sem hafa gengist undir stórar skurðaðgerðir á meltingarfærum, eru haldnir áfengissýki eða neyta eingöngu jurtafæðu. Talið er að lágmarksdagsþörf líkamans fyrir B-12 vítamín sé um 1 mg (míkrógramm, einn milljónasti úr grammi) en yfirleitt er mælt með að dagleg neysla sé 2-5 mg.

Besta kveðja

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur