B-12 skortur

Sonur minn var greindur með B-12 skort fyrir nokkrum mánuðum. Á að taka B-12 það sem eftir er. Hraustur a.ö.l. Og spurningin er því er þetta ættgengt? Sjálf er ég með margt af því sem talið er orsök B-12 skorts. Kulvís, fæ létt marbletti. vöðvaverki og margt sem tengist fibromyalgiu. Væri rétt að biðja um blóðprufu?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Viss tegund af B-12 skorti er tengd erfðaþáttum og er því möguleiki að þetta gæti verið ættgengt hjá ykkur. Auk þess er B-12 skortur almennt nokkuð algengur hér á landi og því myndi ég telja það óvitlaust hjá þér að fara í blóðprufu til öryggis vegna þeirra einkenna sem þú lýsir.

Gangi ykkur vel.

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur