Hve margar einingar af b12 er eðlilagt að maður hafi í blóðinu?
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,
Eðlilegt er að hafa B12 milli 200-900 (pg/mL), en það fer mikið eftir mataræði og er einstaklingsbundið.
Vítamínið er helst að finna í Lifur, nautakjöti, svínakjöti, fiskmeti, mjólk og osti. Grænmetisætum er því hætt við B12-vítamínskorti.
Hægt er að láta mæla b12 með blóðprufu.
Gangi þér vel,
Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.