Bakflæði.

Getur bakflæði á einhvern hátt haft áhrif á starfsemi hjartans s.s hjartsláttartruflunum?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Talið er að bakflæði eitt og sér valdi ekki einkennum frá hjarta en slæmir verkir og illa meðhöndlað bakflæði getur framkallað einkenni (háþrýsting, hjartsláttartruflanir og súrefnisþurrð) sem geta svo í framhaldinu ef ómeðhöndlað skapað vandamál. Búið er að rannsaka aðeins tengslin þarna á milli en ekki fengist afgerandi svör. Rannsakendum finnst öllum að þarna sé vettvangur fyrir frekari rannsóknir þar sem einkenni bakflæðis og brjóstsviða svipar mjög til einkenna frá hjarta og oft erfitt að greina þar á milli.

Gangi þér/ykkur vel.

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.