Bakflæði

Fyrirspurn:

Góðann dag,

Ég er með bakflæði,er búinn að vera með það í langann tíma  ca 6-8 mán og það fer versnandi. Ég hef fengið lyf frá lækni en finnst það ekki virka nógu vel.Ég er frekar grannur reykji, drekk kaffi og borða hvað sem er.En málið er að ég er að reyna að hætta að reykja,ég fékk CHAMPIX lyf hjá lækni. Má ég taka það inn þegar maður er með frekar slæmt bakflæði?
kv xxxx

Aldur:
32

Kyn:
Karlmaður

Svar:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég fæ ekki séð í textum um Champix að ekki sé í lagi að taka þessi lyf saman en hitt er annað mál að það er ráð að láta þinn lækni vita af þessu. Einnig ættir þú að tala við hann varðandi bætta meðferð við bakflæði, það eru til fleiri en ein lyfjameðferð við bakflæði og eins og þú segir þá ertu ekki að fá fullnægjandi meðferð og því ráð að fá bót þar á.
Ég læt fylgja hér grein um bakflæði sem ég hvet þig eindregið til að lesa, því það er ýmislegt sem þú getur gert varðandi þennan kvilla þér til hagsbóta. Það er mjög algengt að einstaklingar þurfi að forðast vissar fæðutegundir og breyta fæðuvenjum. Sem dæmi um það sem þarf að varast er; feitur matur, súkkulaði, kaffi, sítrusávextir og áfengi. Einnig ef þú notar leitina á Doktor.is og slærð upp orðinu "bakflæði" þá færðu meira lesefni.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is