Bakteríur

Segið mér, hvað er nr.1 Pseudomonas aeruginosa ?
nr.2 hvað er Staphyloccocus aureus ?
nr.3 hvað er Candida albicans ?
nr.4 hvað er Aspergillus niger ?

með fyrirfram þakkir með frábæra þjónustu,
og kveðju

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

  1. Pseudomonas aeruginosa eru umhverfisbakteríur sem finnast m.a. í jarðvegi og vatni og valda helst sýkingum hjá sjúklingum á sjúkrahúsum, einkum gjörgæslum og hjá ónæmisbældum sjúklingum.
  2. Staphyloccocus aureus er baktería sem algengt er að valdi matareitrun en einnig getur hún valdið öðrum sýkingum í húð, lungnabólgu, heilahimnubólgu o.fl.
  3. Candida albicans er sveppur sem er til staðar í flestum einstaklingum. Alla jafna gerir hann okkur ekki mein en ef hann fjölgar sér getur hann valdið sveppasýkingum sem algengastar eru í húð og leggöngum.
  4. Aspergillus niger er sveppur sem getur m.a. valdið lungnabólgu en einnig myglu í ákveðnum fæðutegundum.

Gangi þér vel

Sigríður María Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur