Bátsbein

Hvar er batsbein og fylgikvillar vid brotnu batsbeini

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Bátsbein er bæði að finna í úlnlið og á ristinni. Oftar er þó talað um bátsbein í úlnlið.

Auðvelt er að misgreina brotið bátsbein í úlnið sem sinaskeiðabólgu og því mikilvægt er að leita sér læknisaðstoðar strax og grunur er á beinbroti.

Ef brotið liggur vel saman er viðkomandi settur í gifs í 6 vikur. Ef það er ekki gert getur komið drep í bátsbeinið og það brotnað smásaman niður og valdið auknum líkum á slitgigt í úlnliðnum.

Vegna lítils blóðflæðis til bátsbeinsins getur gróandi oft orðið mjög hægur og upp geta komið ýmis vandamál í framhaldinu. Stöku sinnum getur myndast gerviliðamót (pseudoatrose) þar sem beinið nær ekki að gróa saman. Áhættan fyrir þessum vandamálum eykst ef viðkomandi leitar sér ekki hjálpar fljótt eftir brotið.

 

Gangi þér vel,

Lára Kristín

Hjúkrunafræðingur