Beinbrot

Ef bein er ekki gróið eftir 3 mánuðum hvað getur verið að ?

Góðan dag og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Það eru margir hlutir sem geta haft áhrif á gróanda beina eftir beinbrot.  Almennt séð hafa bein mikla og góða eiginleika sem stuðla að gróanda séu þau rétt meðhöndluð. Sum bein gróa þó ekki jafn vel og önnur.

Algengustu orsakir þess að bein grær ekki rétt geta verið:

  • Sýkingar
  • Ónægt blóðflæði til beinsins
  • Beinið er ekki rétt sett saman eða brotið hefur færst til
  • Hreyfing á brotna beininu hefur komið í veg fyrir gróanda.

Reykingar, vannæring, offita, sykursýki og aðrir sjúkdómar geta líka haft slæm áhrif á gróanda beina.

Ef verkir hjaðna ekki í brotna beininu með tímanum gæti það bent til þess að eitthvað sé ekki eins og það á að vera og þá er ástæða til þess að ræða það við lækni.

Ég myndi því ráðleggja þér að ræða þetta við þinn lækni.

Besta kveðja

Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur