Fyrirspurn:
Ég þurfti að fara í beinþéttnimælingu og kom út úr henni-2 í fráviki. Mig langaði bara að vita hvað þýðir þetta, er ég komin með beinþynningu eða telst þetta bara frávik ??Ég er 43 ára og ekki þekkist beinþynning í hvorugum ættum hjá mér ;)svo ég er smá forvitin og vantar líka að fá upplýsingar um hvað þýðir þetta á manna máli?, og hvað get ég gert til að snúa þessu við ef að það er hægt, eða hvað get ég gert til að ekki fari verr ?
Bestu kveðjur
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Samkvæmt WHO – alþjóða heilbrigðismálastofnuninni – er einstaklingur með beinþynningu, ef beinþéttnin er 2.5 staðalfrávikum eða meira undir meðal beinþéttni fyrir unga heilbrigða einstaklinga af sama kyni. Það þýðir að samkvæmt skilgreiningunni ertu ekki komin með beinþynningu en ert nálægt því.
Til að snúa vörn í sókn er ýmislegt hægt að gera til dæmis forðast að reykja, hreyfa sig og gæta að maður fái nægt kalk í fæðunni.
Ég vil benda þér á greinar á doktor.is um beinþynningu og eins á vef beinverndar þar finnur þú gnægð upplýsinga.
Með bestu kveðju
Guðrún Gyða