Bjúgur í fótum, t.d á meðgöngu

Spurning:

Mig vantar upplýsingar um bjúg, t.d. á fótum á meðgöngu?

Svar:

Sæl.

Bjúgur er vatn sem sest á milli frumnanna í líkamanum í stað þess að haldast inni í æðakerfinu. Bjúgur getur verið staðbundinn, eins og við meiðsli eða bólgu, en hann getur líka verið um allan líkamann. Ýmsir þættir orsaka bjúg en algengast er að hann verði vegna aukins þrýstings í æðum og aukins gegndræpis í æðaveggjum. Eins getur mikil saltnotkun, ónóg vökvainntaka og ónóg próteininntaka valdið bjúg. Flestar konur fá einhvern bjúg þegar líður undir lok meðgöngu. Það kemur til vegna aukins gegndræpis í æðunum. Algengast er að bjúgurinn setjist á líkamann yfir daginn og minnki svo á nóttinni þegar konan hvílist. Ef kona situr mikið eða stendur kyrr í langan tíma, sígur bjúgurinn niður á fæturna. Þótt talið sé að væg bjúgmyndun sé eðlilegur fylgifiskur meðgöngu, getur mikil bjúgmyndun endurspeglað sjúklegt ástand eins og meðgöngueitrun og nýrnabilun. Því ber að skoða vel bjúgmyndun á meðgöngu og leita leiða til að halda henni niðri. Þeir þættir sem taldir eru stuðla að aukinni bjúgmyndun eru: ónóg vökvainntakaónóg próteininntakaóhófleg saltnotkunónóg hvíldTil að ráða bót á bjúgmyndun getur hjálpað að drekka mikið af hreinu vatni, borða próteinríkan mat, gæta hófs í saltnotkun (forðast popp, snakk og saltkjöt en nota annars salt eins og þarf) og reyna að hvílast vel. Einnig hefur sýnt sig að vera í djúpu vatni dregur úr bjúg. Því er óvitlaust að fara í sund ef bjúgur er vandamál.

Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni,
Dagný Zoega, ljósmóðir