Hvað er hægt að gera ,læknar her í XX eru ráðþrota,endalausir verkir. Takk fyrir
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Þú þarft að halda áfram að hitta lækni og gefa þeim tækifæri á að aðstoða þig. Það er misauðvelt að leysa svona vandamál og stundum þarf að reyna töluvert á þolinmæðina á meðan verið er að reyna mismunandi lyf til þess að aðstoða nýrum við að losa þig við vökvann sem safnast út í vefina í stað þess að verða að þvagi.
Vertu dugleg/ur að drekka vatn, forðastu salt eins og hægt er. Hafðu hátt undir fótum og vandaðu vel skófatnað. Forðastu eins og hægt er að vera lengi í kyrrstöðu (standa kyrr lengi í einu) en róleg ganga á milli þess sem þú situr með hátt undir fótunum ætti að aðstoða þig.
En lykilatriði er að gefast ekki upp þó það taki lækna tíma að finna rétta svarið heldur reyna að vinna með þeim að lausn vandans.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur