Blæðing úr ristli

Blæðing úr ristli?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Blæðingu úr ristli eða endaþarmi ber alltaf að taka alvarlega og þarf að skoða og finna hver ástæðan getur verið. Meta þarf hvernig blæðing þetta er, ferskt blóð, dökkt blóð, mikil eða lítil blæðing. Blæðing getur stafað frá t.d. sepum í meltingarvegi, sárum í meltingarvegi eða bara gyllinæð, hvort sem hún sé þá innri eða ytri gyllinæð. Ræddu þetta endilega við heimilislækni og hann getur svo komið þessu í réttan farveg, hvort sem þarf ristilspeglun, blóðprufur eða hægt að meðhöndla með kremum eða stílum.

Gangi þér/ykkur vel.

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.