Blæðingar

Er ekki i lagi að fara i bað á blæðingum?
Getur baðferð haft slæm áhrif á eggjaleiðara/stokka?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er allt í lagi að fara í bað á blæðingum og hefur hvorki slæm áhrif á eggjaleiðara eða eggjastokka.

Fyrir margar sem fá slæma tíðarverki er góð verkjastilling falin í því að fara í heitt og gott bað.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.