Blæðingar

Ég er 35 ára, kona. Líkaminn minn er í rugli, ég hef á síðustu 4 árum farið 4x á blæðingar, ég er með mikið hárlos, b12 og d vítamín skortur er greint reglulega, hvítublóðkornin eru alltaf of há. Með þessu fylgir: þreytta, gleymin, utan við mig, hef ekki stjórn á þyngd (hreyfi mig reglulega). Getur þú/þið sagt mér hvað er að eða hvert á ég að leita?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú þarft klárlega á aðstoð að halda. Fyrsta skrefið er alltaf heilsugæslulæknir. Mögulega ertu byrjuð að ræða við þann aðila þar sem þú virðist vera búin að fara í blóðprufu amk. Haltu áfram að ræða við lækninn og hann mun þá senda þig í frekari rannsóknir og ef ástæða er til vísa þér áfram til sérfræðinga. Einkennin sem þú lýsir eru ekki klárt einkenni yfir eitt vandamál en með ítarlegu viðtali og rannsóknum er vonandi hægt að komast til botns í því hvað veldur.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur