Blæðingar

Er eðlilegt ef þú tekur livial hormónatöflur ( orðin yfir 70 ára ) að þú fáir stundum miklar blæðingar

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það getur talist eðlilegt að fá óreglulegar blæðingar eða blóðdropa (blettablæðingar) á fyrstu 3-6 mánuðum lyfjameðferðar. Tekið er þó fram í fylgiseðli að mikilvægt sé að greina lækni sínum frá ef blæðingar eða blettablæðingar eiga sér stað, eða ef önnur einkenni valda vanlíðan eða eru langvarandi. Ef óreglulegar blæðingar halda áfram eftir 3-6 mánuði, koma fram að þeim tíma loknum eða eftir að notkun lyfsins er hætt, skal einnig haft tafarlaust samband við lækni og notkun lyfsins hætt sé meðferð enn yfirstandandi.

Auðna Margrét Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur