Hæhæ,
Ég er 23 ára og hef verið á pillunni síðan ég var 15 ára og hef alltaf haft reglulegar blæðingar, nema í seinasta mánuði kom ekki neitt og ég á að vera á blæðingum núna en ekkert er að gerast.
Ég er 100% viss um að ég sé ekki ólétt.
Ég gleymdi að taka 1-2 pillur í seinasta tímabili, gæti þetta verið útaf því? Ég er líka í erfiðu háskólanámi með miklu stressi.
Á ég að bíða einhvern tíma og sjá hvort allt fari í lag eða ætti ég að fara sem fyrst til læknis?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Þar sem þú segist vera 100% viss um að þú sért ekki ófrísk – geri ég ráð fyrir að þú hafir ekki haft samfarir þetta síðasta tímabil.
En ef þú heufr haft þær þarftu auðvitað að ganga úr skugga um hvort þú sért ófrísk áður en þú heldur áfram að taka pilluna.
Annars er líklegasta ástæða þess að engar blæðingar komi sé að þú hafir eitthvað gleymt pillum. Stress getur alveg líka spilað inn í.
Þú ættir þá að halda þig við eðlilegt pilluhlé og halda svo áfram næsta tímabil.
Gangi þér vel,
Svanbjörg Pálsdóttir
Hjúkrunarfræðingur