Blæðingar og Primalut

Spurning:

29 ára – kona

Góða kvöldið.Ég er á lyfi sem á að koma tíðahringnum í lag því hann er búinn að vera í rugli hjá mér síðan ég hætti á getnaðarvarnarpillunni.Þetta lyf heitir primalut N.Það sem mig langar að spyrja um er hvort það séu meiri líkur á því að ég verði þunguð á meðan á lyfjakúrnum stendur eða hvort þetta hafi engin áhrif á það.Með fyrirfram þökk.Kveðja

Svar:
Ágæti fyrirspurnandi, líkur á að verða þunguð meðan á töku stendur eru litlar.

Ef hins vegar blæðing er ekki kominn innan 5 daga frá því þú hættir skaltu gera þungunarpróf.

Bestu kveðjur,

Arnar Hauksson dr med