blóð með saur

hvað merkir það

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,

Blóð í hægðum getur lýst sér með mismunandi hætti, til dæmis fersk, sýnileg eða dulin, og haft mjög mismunandi skýringar. Nauðsynlegt er að fara til læknis og láta athuga hver orsök blæðingarinnar er og hvort sú orsök sé af meinlausum toga, ef svo má að orði komast. Blóð með hægðum getur orsakast meðal annars af kvillum svo sem gyllinæð eða rof á húð við endaþarm, en getur einnig orsakast af alvarlegri kvillum s.s. bólgusjúkdómum, krabbameini eða sepum í ristli svo dæmi séu nefnd.

Með kveðju

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur